• New national hospital

Jarðvinna við sjúkrahótelið hefst brátt

24. apríl 2015

Í Morgunblaðinu 24.4 er fréttaskýring um framkvæmdir við byggingu sjúkrahótels við nýja Landspítalann. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra að gangi áætlanir eftir gætu framkvæmdir við byggingu sjúkrahótels hafist í lok júní.

„Ljóst er að ekki verður hvikað frá þeirri ákvörðun að byggja þjóðarsjúkrahúsið við Hringbraut“ segir heilbrigðisráðherra.  Fram kemur í máli Stefáns Veturliðasonar aðal verkefnastjóra sjúkrahótelsins að reiknað sé að vinna mestu jarðvinnuna í sumar þegar minnst er um að vera á spítalanum.

Sjúkrahótelið er fyrsta nýbyggingin af fjórum í nýjum Landspítala og stefnt er að því að henni verði lokið á vormánuðum árið 2017.