Knattspyrnusamband Íslands veitir Runólfi og Gunnari viðurkenningu

25. maí 2022

Tilviljun ein réði því að forstjóra Landspítalans, Runólfi Pálssyni, og framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf., Gunnari Svavarssyni, var veitt viðurkenningu á sömu uppskeruhátíð KSÍ í Laugardal. Í ljósi þess er þessi ánægjulega frétt birt.

Runólfi Pálssyni var veitt gullmerki KSÍ, en Runólfur hefur verið virkur sem hjálparhella innan knattspyrnuhreyfingarinnar í fjöldamörg ár, en Runólfur var leiðtogi vegna smitvarna og sóttvarnaraðgerða í erfiðum og síendurteknum Covid faraldri og reyndist KSÍ vel í leiðbeiningum og forystu. Hlaut Runólfur gullmerki KSÍ en það er veitt aðeins þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf.

Knattspyrnusamband Íslands veitti Gunnari silfurmerki sambandsins, en merkið má veita þeim einstaklingum sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. Störf Gunnars snúast þá m.a. um uppbyggingu á félags- og stúkubyggingu í Kaplakrika og áhorfendaaðstöðu á Ásvöllum sem formaður byggingarnefnda á báðum stöðum, félagsstörf hjá ÍH til áratuga, en ekki hvað síst umbóta- og knattspyrnustörf á Litla Hrauni á Eyrarbakka í aldarfjórðung.