Kynning á þrívíddarteikningum

9. júlí 2020

Fulltrúar Ísmar héldu kynningu á Trimble Sitevision sem er tæki til að skoða í rauntíma blöndu af raunverulegum aðstæðum og þrívíddarhönnunarteikningum.

Til þess eru notuð hárnákvæm GPS-hnit. Þannig er hægt á verkstað að sjá bæði hvernig raunverulegar aðstæður eru miðað við fyrirhugað verk en einnig að sjá framgang verka þar sem teikningum er skeytt saman við raunveruleikann.