Fréttir


Business Sweden kynnir sér NLSH

8. nóvember 2024

Nýlega var haldinn kynningarfundur fyrir sendiráð Svíþjóðar á verkefnum NLSH. Fundinn, sem var fjarfundur, sátu af hálfu NLSH verkefnastjórarnir Ásdís Malmquist Ingþórsdóttir, sem kynnti heildarverkefnið, og Ólafur Halldórsson sem fór yfir miðlæg tæknikerfi, lækninga- og rannsóknatæki. Í lok fundarins kynnti Indriði Waage útboðs- og innkaupamál NLSH.

Af hálfu sendiráðs Svíþjóðar sátu fundinn sendiherra Svíþjóðar, Louise Calais, fulltrúar frá Business Sweden í Stokkhólmi og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir viðskiptafulltrúi í sendiráðinu.

Fundurinn var afar vel heppnaður og mörgum spurningum var svarað um starfsemi NLSH.

„Takk fyrir ítarlega og góða kynningu af þessu stóra verkefni. Það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu á nýju sjúkrahúsi á Íslandi,“ segir Louise Calais sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.

8.11-innri