Kynningarfundur á Akureyri um verkefni Nýs Landspítala

28. nóvember 2022

Nýlega hélt NLSH kynningarfund um verkefni félagsins á sjúkrahúsinu á Akureyri, SAk. Stjórnarformaður NLSH gerði grein fyrir skipulagi félagsins og umfangi þess, framkvæmdastjóri fór yfir verkþætti, undirbúningsvinnu og framganginn á Hringbraut. Þá fór verkefnastjóri NLSH í verkefninu um stækkun Heilbrigðisvísindasviðs HÍ yfir fjölbreytt notendasamráð og skipulag innan þess verkefnis, en verkefnið HÍ er álíka stórt og fyrirhugað stækkunarverkefni SAk. SAk hefur á síðstu árunum unnið ýmis gögn í tengslum við frumathugun um stækkun spítalans og næstu skref spítalans eru að hefja áætlunargerð s.s. forhönnun, fullnaðarhönnun og undirbúning að verklegum framkvæmdum .Lokaniðurstaðan á að fela í sér fjölgun og breytingu á legudeildarstarfsemi spítalans, í nýju húsi, auk ýmissa annarra breytinga í eldri byggingum.