Kynningarfundur NLSH um miðlæg tæknikerfi

21. mars 2023

Nýlega hélt NLSH kynningarfund fyrir tæknimenn Landspítala um uppbyggingu og virkni miðlægra tæknikerfa.

Dagskrá fundarins var að verkfræðistofan Mannvit kynnti hönnun kælikerfis bygginga, verkfræðistofan Verkís kynnti hönnun varakyndingar og vararafstöðva. Ennfremur hönnun loftræsikerfis og slökkvikerfa tæknihússins og verkfræðistofan Lota kynnti hönnun rafveitukerfis nýbygginganna, svokallaðan háspennuhring og búnað sem tryggir að rafmagn rofni ekki af nýbyggingum.

Góður rómur var gerður að hönnuninni og jákvæðar umræður sköpuðust um verkefnið.

„Fundurinn var mikilvægur fyrir rýni hönnunar tæknikerfanna og gefur tæknimönnum Landspítala tækifæri til þess að byrja að kynnist búnaðinum sem verður í rekstri spítalans þegar byggingarnar verða teknar í notkun, segir Ingólfur Þórisson sviðsstjóri tækni – og þróunarsviðs NLSH.

22.3-innri