Kynningarfundur vegna forvals

15. maí 2013

Kynningarfundur fyrir væntanlega þátttakendur í forvali vegna útboðs á hönnun nýrra Landspítalabygginga var haldinn í gær. Þar kynntu aðstandendur verkefnisins ýmsa þætti er varða fyrirhugaðar byggingar og svöruðu spurningum.

Forvalið var auglýst 23. apríl og verður opnað fyrir umsóknir hjá Ríkiskaupum 22. júlí. Gögn vegna forvalsins eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is

Kynningafundur vegna forvals

Um er að ræða hönnun á fjórum byggingum, meðferðarkjarna, rannsóknarhúsi, bílastæðahúsi og sjúkrahóteli. Engin takmörkun er á fjölda bjóðenda og öllum bjóðendum sem uppfylla kröfur forvalsgagna og standast þannig forval, er boðið að taka þátt í lokuðum aðskildum hönnunarútboðum fyrir hverja byggingu fyrir sig. Ekki er gefin einkunn fyrir hæfni og reynslu og því mun tilboðsfjárhæð hafa 100% vægi í hönnunarútboðunum. Ekki verður greitt fyrir þátttöku í forvalinu.