Landspítalinn stærsta kennslustofa Háskóla Íslands

31. mars 2016

Fréttablaðið birtir í dag grein þar sem fjallað er um mikilvægt samstarf Háskóla Íslands og Landspítala.

Rektor Háskólans, Jón Atli Benediktsson, segir að nálægðin við spítalann sé afar mikilvæg.


„Landspítalinn og Háskóli Íslands starfa sem samofin órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús“, segir Jón Atli.


Jón segir að nálægðin við Landspítalann sé lykilatriði hvort sem horft sé til kennslu, vísindastarfs, starfsþjálfunar eða nýsköpunar.

Landspítalinn er stærsti og mikilvægasti samstarfsaðili Háskólans sem er þó í fjölbreyttu samstarfi við fjölda aðila innan lands sem utan.


Samstarf þessara stofnana á ekki eingöngu við um heilbrigðisvísindagreinar.

Það eru aðrir þættir samstarfsins mikilvægir svo sem sálgæsla í guðfræði, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, heilbrigðisverkfræði svo fátt eitt sé nefnt.


Hægt er að lesa fréttina hér