Lífshættuleg hugmynd

5. nóvember 2015

Í Speglinum á RÚV í dag var viðtal við Þorkel Sigurlaugsson,varaformann félagasamtakanna „Spítalinn okkar“.

„Lífshættuleg hugmynd“, segir Þorkell um þá hugmynd að slá framkvæmdum við Hringbraut á frest. Hann leggur mikla áherslu á það að halda þurfi áfram með verkefnið og klára það.

Í viðtalinu fer Þorkell yfir þau rök sem búa að baki þeirri ákvörðun að Hringbraut hafi verið valinn besta staðsetning nýs Landspítala og frá starfi þeirra samtaka sem hann starfar fyrir.

„Þótt hugmyndin um nýtt sjúkrahús á nýjum stað sé heillandi sé hún ekki raunsæ. Ísland sé ekki í stöðu til slíkrar framkvæmdar nú“, segir Þorkell.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér