Liggur á nýjum meðferðarkjarna

18. apríl 2016

Forstjóri Landspítala, Páll Matthíasson, segir í nýjum föstudagspistli að þegar nýr meðferðarkjarni verður tekinn í notkun þá mun það leysa þann vanda sem nú er vegna mikils álags á gjörgæsludeildir Landspítala.


Þetta mikla álag hefur það í för með sér að tugum aðgerða er frestað í viku hverri. Frá áramótum hefur 23 af 70 hjartaaðgerðum verið frestað vegna þess að gjörgæsludeildir spítalans hafa verið yfirfullar. 

„Álagið sem þessu er samfara fyrir sjúklinga og aðstandendur er gríðarlegt og starfsfólki sem neyðist til að fresta aðgerðum er heldur ekki skemmt. Í öllum tilvikum er viðkomandi komið í aðgerð eins fljótt og auðið er en samt sem áður þá er þetta ástand óásættanlegt“, segir Páll.


Fram kemur að með nýjum meðferðarkjarna, sem verið er að hanna, munu verða 24 fullkomin einbýli á gjörgæslu sem er aukning um 70% frá núverandi ástandi auk þess sem aðbúnaður verður miklu betri. Að auki eru þessi rými öll á sama stað þannig að nýting á starfsfólki og búnaði verður miklu betri en við núverandi aðstæður þar sem allt of fáum rýmum er dreift á tvö staði, Hringbraut og Fossvog.


Páll segir að frestanir á hjartaaðgerðum vegna plássleysis á gjörgæslu munu heyra sögunni til þegar byggingu nýs meðferðarkjarna verður lokið.


Grein Páls má sjá hér