Fréttir


Lokið við síðustu steypu í bílakjallara

11. október 2024

Vinna við bílakjallara gengur vel og nú er unnið við að klára tengiganga, upp með bílakjallara, sem liggur norðan megin við mannvirkið og tengist við tengiganga meðferðarkjarna. Einnig er unnið við aðra hæð tengiganga upp við meðferðarkjarna og áframhald tengigangs með norðurhlið. Síðasta plata við tengigang upp með meðferðarkjarna verður steypt fljótlega. Á sama tíma vinnur verktaki við frágang inn í bílakjallara sem verður tekinn í notkun í október til að geyma efni í sorp og lín kerfi meðferðarkjarna.