Lokun umferðar að Læknagarði frá Vatnsmýrarvegi (Fífilsgötu)

8. febrúar 2021

Lokað hefur verið fyrir alla umferð frá Vatnsmýrarvegi (Fífilsgötu) að Læknagarði vegna framkvæmda við nýjan Landspítala.

Þess í stað er akandi vegfarendum bent á að aka leiðina um Snorrabraut, Burknagötu og Hvannargötu að Læknagarði. Á vormánuðum mun skv. áætlunum bílastæði vestan Læknagarðs loka vegna jarðvinnu rannsóknahúss.