Malbikunarframkvæmdir standa yfir

29. júní 2021

Eins og greint var frá í fyrri frétt að slíkt stæði til, þá er verið þessa dagana að malbika bílastæði sem liggur við Hvannargötu, meðfram Hringbrautinni. Vinnan er langt komin enda veður eins og best verður á kosið til slíkra verka. Að þessu loknu verður til gott frágengið stæði með rými fyrir fjölda bifreiða.