Málstofa um upplýsingatækni í nýjum spítala
Þann 25. október var haldin málstofa tækni- og þróunarsviðs NLSH á hótel Nordica sem bar yfirskriftina „Upplýsingatækniverkefni NLSH í nýjum spítala – ICT áætlun NLSH”.
Dagskrá málstofunnar var að Cathrine Lund frá Vali AS, hóf fundinn á erindi sínu “Developing the New Landspítali ICT Plan - Leveraging Norwegian Best Practices and Systematic Approaches”.
Að því loknu var Mensur Sakiri frá Vali AS með erindið “New Laboratory Building – Joint Sample Reception - Experience from Oslo University Hospital and Drammen Hospital”.
Í kjölfarið var það Hannes Þór Bjarnason, verkefnastjóri hjá NLSH sem fjallaði um “Verkefni í nýrri UT áætlun NLSH” sem einnig var lokaerindi ráðstefnunnar.
Aðdragandi málstofunnar er að í febrúar á þessu ári kynnti NLSH stöðu upplýsingatækni á Landspítala í alþjóðlegum samanburði sem unnin var af Intellecta, Morten Thorkildsen AS og John Ryner frá HIMSS . Í framhaldi af stöðumatinu var unnin frumáætlun upplýsingatækni NLSH í nýjum byggingum eða svo kallað ICT plan í samstarfi við Landspítalann og norska ráðgjafafyrirtækið Vali AS, en Vali hefur komið að fjölmörgum sjúkrahúsverkefnum í Noregi síðastliðinn 20 ár. Vali hefur ekki bara reynslu af upplýsingatækni heldur hafa þeir einnig komið að skipulagningu og ráðgjöf er snýr að tæknilegum innviðum, öflun lækningatækja, samþættingu tæknilausn og fleira.
Helstu niðurstöður ICT áætlunnar NLSH eru að af um 90 verkefnum sem voru skilgreind í hafa 21 verið valin til frekar útfærslu. Forgangsröðun verkefna var unnin í nánu samstarfi NLSH, stjórnenda á Landspítalanum og Vali AS. Forsendur forgangsröðunnar var mikilvægi verkefna m.t.t. byggingarverkefnisins og að nauðsynlegur upplýsingatæknilegur stuðningur væri til staðar þegar NLSH afhendir nýjar byggingar til rekstrar. Þeir verkefnisflokkar sem mest vægi hafa eru verkefni tengd nýju rannsóknahúsi, verkefni tengd breyttum og bættum lyfjaferlum og tækjabúnaði, verkefni tengd nýrri tækni og ferlum sem tengjast nýjum byggingum og sjálfvirkni í ferlum s.s. flutningsferlum (rörpóstur og AGV vagnar), tæknikerfum nýrra bygginga og fleira.
NLSH og Landspítala hafa átt í góðu samstarfi í þessu verkefni.
Málstofustjóri var Kristján Sturlaugsson verkefnastjóri hjá NLSH. Fjölmennt var á málstofunni og góður rómur gerður að fyrirlestrum og fjölmargar spurningar komu úr sal.