Miklabraut í stokk þegar nýr Landspítali verður tilbúinn

9. febrúar 2022

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð Reykja­vík­ur­borgar hefur samþykkt val á til­lögum í skipu­lags­vinnu varð­andi bæði Miklu­braut­ar­stokk og Sæbraut­ar­stokk, en á báðum stöðum er stefnt að því að leiða bíla­um­ferð ofan í jörð ­ á næstu árum. Fram­kvæmd­irnar eru báðar hluti af sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra í Kjarnanum 3.febrúar að stefnt sé að því að Mikla­braut verði komin í stokk sam­hliða því sem nýr Land­spít­ali verði til­bú­inn.

Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi á austurenda lóðar Landspítalans, undir kjarnastöð Borgarlínu og að hægt verði að aka beint úr stokknum inn í bílastæðahúsið og út aftur.

Hugmyndin er að skapa hágæða byggð sem tengir saman aðliggjandi hverfi og skapar sameiginlegan kjarna fyrir þau. Ný byggð er saumuð inn í núverandi hverfi og byggð við Landspítala, Norðurmýri, Hlíðarenda og Skógarhlíð.

Þessi nýja byggð býður upp á þjónustu sem bæði nýir og núverandi íbúar á svæðinu munu njóta góðs af.

Hægt er að skoða þessi áform á myndbandi