Mörg verkefni fram undan á hönnunarsviði

16. ágúst 2021

Verkefni hönnunarsviðs þessa daga eru umfangsmikil og má þar helst nefna áframhaldandi vinna við meðferðarkjarna, rannsóknahús og bílakjallara undir Sóleyjatorgi segir Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri hönnunarsviðs NLSH.

Einnig er í vinnslu útboð vegna útveggjaklæðningar meðferðarkjarna. Forval vegna verkefnis fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands var auglýst í sumar og í vinnslu eru útboðsgögn vegna nýbyggingar hjá Læknagarði og endurbætur á honum. Þá er búið að bjóða út hönnunarverkefni vegna nýbyggingar við Grensás, endurhæfingarstöð Landspítala, segir Sigríður.