Námskeið í öryggismálum fyrir starfsmenn NLSH

22. febrúar 2021

Hjá NLSH er lögð mikil áhersla á öryggi allra þeirra sem þurfa að heimsækja framkvæmdasvæðið við Hringbraut.

"Nú þegar framkvæmdir eru hafnar þá höfum við formfest ákveðnar vinnureglur hvað varðar öryggi á vinnustað. Starfsmenn NLSH hafa m.a. sótt öryggisnámskeið á okkar vegum þar sem farið var yfir grunnþætti í öryggsþáttum á verkstað, segir Hildur Björg Hrólfsdóttir umhverfis – og öryggisstjóri NLSH.