NLSH afhendir Landspítala nýtt hjólaskýli ætlað starfsmönnum

16. janúar 2020

NLSH ohf hefur afhent Landspítala nýtt hjólaskýli sem ætlað er fyrir starfsmenn Landspítala.

Nýja hjólaskýlið er aðgangsstýrt, með viðgerðarbúnaði og tekur 64 reiðhjól í tveggja hæða kerfi. Það var reist skammt frá inngangi spítalans við Eiríksgötu.

Samgöngustefnu LSH má sjá á hér

landspitali.is/um-landspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2019/03/01/Nyr-samgongupakki-fyrir-starfsfolk-Landspitala/

Myndband af afhendingu hjólaskýlisins má sjá hér þar sem rætt er við Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóra hjá NLSH og Huldu Steingrímsdóttur umhverfisstjóra Landspítala.