NLSH auglýsir í dag útboð vegna jarðvinnu fyrir nýtt rannsóknahús

18. maí 2021

NLSH auglýsir í dag í dagblöðum útboð vegna jarðvinnu fyrir nýtt rannsóknahús.

Verkefnið er að grafa fyrir fyrir nýju rannsóknahúsi á suðurhluta lóðarinnar við Hringbraut. Til verksins heyrir vinna við undirbúning uppgraftrarins í húsgrunni svo sem rif á malbikuðu bílastæði, rif á gasgeymsluskýli, förgun lagna og rafstrengja.

Verkinu skal verða að fullu lokið í desember á þessu ári.

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, https://tendsign.is/. Leiðbeiningar: https://www.rikiskaup.is/is/ utbodsthjonusta/ leidbeiningar-fyrir-tendsign

„Það er ánægjulegt að það sé komið að þessu og undirbúningsvinna rannsóknahússins hefur gengið að óskum, en það styttist í að byggingarnefndarteikningar liggi fyrir“ segir Signý Stefánsdóttir verkefnastjóri á hönnunarsviði NLSH.