NLSH flytur starfsemi sína á Alaskareit

12. maí 2021

Starfsemi NLSH mun flytja frá Skúlagötu á Alaskareit í maímánuði. Verið er að ganga frá glæsilegri skrifstofuaðstöðu sem verður í gámaeiningum á tveimur hæðum.

 „það hefur verið í mörg horn að líta við þennan undirbúning við að koma upp þessari aðstöðu og við hlökkum til að flytja þvi það verður mjög handhægt að vera svo nærri framkvæmdasvæðinu. Hér á vinnubúðasvæðinu er búið að ganga frá flestum lausum endum og starfsemi hér er komin á fulla ferð“, segir Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri rekstrar hjá NLSH.