NLSH í samstarfi við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á afmælisári

21. júní 2019

Í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur verið sett upp sögusýning í Árbæjarsafni.

Sýningin segir sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróunar í tækni og vísindum. Sagan hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar og endar á deginum í dag.

NLSH hefur í samstarfi við Hjúkrunarfélagið og Landspítala látið setja upp skjá þar sem hægt er að skoða í sýndarveruleika hvernig sjúkrastofa lítur út í nýjum meðferðarkjarna sem áætlað er að verði tekinn í notkun árið 2025.

Nánari upplýsingar um sýninguna hérna