NLSH kynnir nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs HÍ á fundi Reykjavíkurborgar "Athafnaborgin 2022"

13. apríl 2022

Á opnum fundi borgarstjóra 8.apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur “Athafnaborgin 2022” kynnti Bjargey Björgvinsdóttir ,arkitekt hjá NLSH, verðlaunatillögu um nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Nýbyggingin verður um 8.300 fermetrar og er ætlunin að sameina nær alla starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ á einn stað.

Húsið mun tengjast Læknagarði sem verður jafnframt endurgerður og verður sérhannað miðað við þarfir sviðsins. Kennslu- og rannsóknaaðstaða verður bætt og færð í nútímalegt horf.

Áætlað að hefja framkvæmdir í byrjun 2023 og ljúka byggingu hússins um mitt ár 2025.

Kynningu Bjargeyjar má sjá hér

Upptöku af fundinum má sjá hér