NLSH semur við Háfell ehf. vegna jarðvinnu á nýju rannsóknahúsi

14. júlí 2021

NLSH hefur gengið til samninga við Háfell ehf. um jarðvinnu vegna byggingar á nýju rannsóknahúsi.

Tilboð Háfells var 96,4% af kostnaðaráætlun eða kr. 164.381.840 kr.

Í rannsóknahúsi verður öll rannsóknastarfsemi Landspítala sameinuð á einn stað.

Starfseiningar í rannsóknahúsi verða meinafræði, rannsóknakjarni, klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði, frumuræktunarkjarni, frumumeðhöndlun, erfða- og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði og sýkla- og veirufræði.

Starfsemi Blóðbanka mun einnig flytjast í bygginguna. Í tengslum við meinafræðieiningu verður líkhús og krufning og aðstaða fyrir réttarmeinafræði.

Gert er ráð fyrir að jarðvinna rannsóknahússins hefjist síðar í sumar og að henni verði lokið í upphafi árs 2022.

Morgunblaðið birti frétt um samninginn í dag og má lesa nánar hér