Notendastudd hönnun í húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs

7. september 2022

Við undirbúning að stækkun á húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs, öðru nafni Læknagarði, er viðhöfð notendastudd hönnun þar sem tveir notendahópar verða í verkefninu. Annar er skipaður fulltrúum ólíkra starfseininga húsnæðisins, en hinn er eingöngu skipaður fulltrúum svokallaðra blautra rannsókna. Fyrirkomulagið er að ráðgjafi mætir reglulega á samráðsfund hjá hvorum notendahóp og gerir grein fyrir stöðu hönnunar og svarar spurningum verkkaupa og notenda. Þessir fundir eru samráðslotur og nýttir sem vinnustofur með hönnuðum.

Til skýringar er þetta hlutverk notendahópanna:

Notendahópur I: Mannauður, þjónusta, kennsla, verkkennsla, þurrar rannsóknir og blautar rannsóknir.

Notendahópur II: Fulltrúi frá hverri einingu innan blautra rannsókna eins og þeim er skipt upp skv. rýmistöflu.