Ný rás NLSH á YouTube tekin í notkun

24. ágúst 2022

NLSH hefur um langa hríð tekið myndskeið af framkvæmdasvæðinu með um það bil viku millibili, árið um kring. Núna telja þessi myndskeið nokkuð á annað hundraðið og gefa þau glögga mynd af þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á framkvæmdasvæðinu. Drónamyndirnar eru teknar í 4K upplausn og sóma sér vel á stórum sjónvarpsskjám en hvert myndskeið er um það bil þrjár mínútur að lengd. Áhorfendum er bent á að með því að merkja við “subscribe” á rásinni þá berast þeim tilkynningar um nýtt efni. Sjá nánar hér