• New national hospital

Nýr Landspítali boðinn út

17. febrúar 2015

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra hef­ur falið Nýj­um Land­spít­ala að hefja und­ir­bún­ing útboðs á fullnaðar­hönn­un meðferðar­kjarna á lóð Land­spít­al­ans við Hring­braut eftir þvi sem kemur fram á vef velferðarráðuneytisins. Einnig hef­ur Nýj­um Land­spít­ala verið falið að ljúka fullnaðar­hönn­un sjúkra­hót­els, sem er langt á veg kom­in, og að bjóða út verk­fram­kvæmd­ir við gatna- og lóðagerð sjúkra­hót­els ásamt bygg­ingu þess. Heilbrigðisráðherra segir að þetta séu ánægjuleg tímamót. 

Kristján Þór Júlíusson: „Það er sér­stak­lega ánægju­legt að geta nú falið Nýj­um Land­spít­ala ohf. að hefjast handa. Við síðustu fjár­laga­gerð tókst að tryggja fjár­magn til þess, okk­ur er ekk­ert að van­búnaði núna. Það er öll­um ljóst að Land­spít­al­inn get­ur ekki búið mikið leng­ur við nú­ver­andi aðstæður, hvorki sjúk­ling­anna né starfs­fólks­ins vegna.“

Fréttina má sjá hér