Mikil breyting fyrir sjúklinga með nýjum meðferðarkjarna

22. maí 2019

Gjörbylting á aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsmenn.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að tilkoma nýs meðferðarkjarna, sem verið er að byggja við Landspítalann,muni gerbylta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsmenn Landspítala.

Þar verða einungis einsmannaherbergi og engir sjúkrahússgangar.

Ögmundur Skarphéðinsson hjá Corpus, hönnunarstjóri meðferðarkjarnans segir að öll herbergi verða staðsett með tilliti til birtu og útsýnis

„Þessi nýi meðferðarkjarni mun gjörbylta allri þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra en þetta verður líka mjög góður vinnustaður fyrir þær þúsundir sem þarna munu starfa á hverjum degi,“ segir Ögmundur Skarphéðinsson.

Nánar má lesa um málið hér