Nýtt húsnæði fyrir Grensásdeild, endurhæfingardeild Landspítala

6. ágúst 2021

NLSH auglýsir eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði vegna hönnunar á nýju húsnæði fyrir Grensásdeild sem er endurhæfingardeild Landspítala.

Nýbyggingin á að rísa vestan við núverandi aðalbyggingu endurhæfingardeildar Grensás og er gert ráð fyrir um 3800 fermetra byggingu.

Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum og er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Að loknu forvali mun verkkaupi velja fimm fyrirtæki úr hópi hæfra umsækjenda til þátttöku í lokuðu útboði.

Þátttökutilkynningum skal skila inn fyrir kl.10:00 þann 14.september næstkomandi.