Nýtt kennslu- og rannsóknahúsnæði fyrir HÍ í undirbúningi

25. júní 2021

Núna stendur yfir forval vegna hönnunar á nýbyggingu fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, og verður það byggt við Læknagarð á lóð Landspítalans við Hringbraut en Læknagarður verður á sama tíma endurgerður. Umsóknarfrestur vegna forvals lýkur þann 13. júlí næstkomandi en til glöggvunar er frétt um það á síðunni. „Með þessu skrefi verður nær öll starfsemi Heilbrigðissviðsins komin á einn stað, sem er búið að vera langþráð markmið í fjölda ára“ segir Sigurlaug I. Lövdahl, verkefnastjóri NLSH. Viðbyggingin mun koma út frá rauðlitaða gafli Læknagarðs til austurs.