Öll útboð hafa verið vel undir áætlun

15. nóvember 2015

Í fréttaskýringu frá 13.nóvember fer Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu yfir nýjustu fréttir af málefnum nýs Landspítala.


Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala, segir að áætluð verklok nýs Landspítala séu 2023.


„Áætlaður heildarkostnaður er 49 milljarðar á verðlagi frá í mars og að allar áætlanir um verklok og kostnað eru óbreyttar“, sagði Gunnar.


Gunnar segir ennfremur að kostnaðaráætlun sé reglulega uppfærð með tilliti til verðbóta.


„Öll útboð sem við höfum framkvæmt á grundvelli þessarar kostnaðaráætlunar hafa fallið þannig að það er allt verulega undir kostnaðaráætlun“, segir Gunnar.


Einnig kemur fram að kostnaðaráætlunin hafi verið rýnd bæði af innlendum og erlendum aðilum og að nú þegar sé lokið hönnun við 25% af þeim byggingum sem reisa á.


„Alls verða reist fjögur hús; sjúkrahótelið þar sem framkvæmdir eru að hefjast, meðferðarkjarninn, rannsóknahús þar sem öll rannsóknastarfsemi Landspítalans verður sameinuð í einu húsi og loks bílastæða og skrifstofubygging“, segir Gunnar að lokum.


Hér má sjá umfjöllun á mbl.is