Opnun forvals vegna fullnaðarhönnunar á rannsóknarhúsi – hluti af Hringbrautarverkefninu

15. desember 2016

Opnað hefur verið fyrir forval á fullnaðarhönnun að rannsóknarhúsi í Hringbrautarverkefninu.

Fjögur hönnunarteymi skiluðu inn tilboðum. Hópurinn Grænaborg sem samanstendur af Arkstudio, Hnit, Landmótun, Raftákn og Yrki, Mannvit og Arkís skiluðu inn sameiginlega, Corpus3 sem samanstendur af Basalt, Hornsteinum, Lotu og VSÓ ráðgjöf og svo skiluðu inn Verkís og TBL arkitektar saman.

Nú tekur við yfirferð forvalsgagna en formaður forvalsnefndar er Ásbjörn Jónsson verkefnastjóri hjá NLSH.

Yfirferð gagna er unnin í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins og verður kynnt þann 18.janúar næstkomandi.