Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum í uppsteypuverkefni vegna byggingar á nýju þjóðarsjúkrahúsi

28. ágúst 2020

Tilboð hafa verið opnuð hjá Ríkiskaupum, í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi sem Nýr Landspítali ohf. bauð út fyrr á þessu ári.

Fimm fyrirtæki höfðu verið metin hæf, í forvali á þessu ári, til að bjóða í þessa stóru uppsteypuframkvæmd, þ.e. Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzani De Eccher / Þingvangur og ÞG verktakar.

Kostnaðaráætlun verksins er 10.508.628.877 kr. (án vsk)

Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum:

Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%)

Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%)

Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%)

Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%)

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH ohf:

„Þetta er stærsti áfanginn hjá okkur í Hringbrautarverkefninu til þessa. Jarðvegsframkvæmdir við grunn hússins hafa gengið vel og nú hefst nýr kafli sem er uppsteypa á þessu stóra húsi sem verður um 70 þús fermetrar.

Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár.

Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026“.

Á mynd: aftari röð. Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður NLSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri verkefnasviðs NLSH

Fremri röð, Egill Skúlason og Helena Rós Sigmarsdóttir frá Ríkiskaupum