Opnun tilboða í jarðvinnu við nýtt þjóðarsjúkrahús - þrjú tilboð undir kostnaðaráætlun

11. júní 2018

Í dag voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum vegna framkvæmda við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut.

 

Um er að ræða framkvæmdir við jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara.

Bygging nýs meðferðarkjarna er hluti af heildaruppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.

Kostnaðaráætlun verkkaupa er kr.3.409.800.000

Eftirtaldir aðilar lögðu inn tilboð í verkið:

1. Ístak hf. kr. 3.042.033.141 (89,2% af kostnaðaráætlun)
2. Loftorka Reykjavík hf. og Suðurverk. kr 3.797.159.718 (111,4% af kostnaðaráætlun)
3. Íslenskir aðalverktakar hf. kr. 2.843.198.009 (83,4% af kostnaðaráætlun)
4. Munck Íslandi kr. 3.147.917.406 (92,3% af kostnaðaráætlun)