Opnun tilboða í sorp og lín kerfi fyrir nýjan spítala

24. mars 2021

 Opnuð hafa verið tilboð í sorp- og lín kerfi í nýjan meðferðarkjarna og rannsóknahús. Útboðið er eftir aðferðafræði samkeppnisútboða.

"Við erum ánægð með áhuga á þessu verkefni og nú stendur yfir yfirferð á þessum tilboðum. Þessi flutningskerfi munu flytja sorp og óhreint lín frá nýbyggingunum í lokuðum rörum yfir í flokkunarstöð þar sem sorpið er flokkað sjálfvirkt í viðeigandi gáma og líninu komið fyrir í língrindum til flutnings í þvottahús. Það verður mikil bylting að þessir flutningar séu sjálfvirkir og I lokuðu kerfi, en ekki í vögnum á göngum. Bæði kerfin hafa sveigjanleika til þess að stækka inn í núverandi byggingar verði áhugi fyrir slíku í framtíðinni", segir Ingólfur Þórisson sviðsstjóri þróunarsviðs NLSH.