Opnun tilboða um yfirferð séruppdrátta nýs Landspítala við Hringbraut

3. júní 2020

Opnuð hafa verið tilboð, hjá Ríkiskaupum, í útboði Hringbrautarverkefnisins, nr. 20997 hjá Ríkiskaupum, á yfirferð séruppdrátta fyrir meðferðarkjarna sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.

Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:

EFLA hf. kr. 34.780.000.

Ferill verkfræðistofa kr. 78.955.300.

Frumherji hf. kr. 50.196.000.

Hnit verkfræðistofa hf kr. 85.413.100.

Verkís kr. 13.818.000.

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 125.273.659.

Öll verð eru án vsk.

Tilboðin eru birt með fyrirvara um hugsanlegar reiknivillur og ekki er búið að meta gildi tilboða.

Umfang sérteikninga í meðferðarkjarnanum er samkvæmt áætlun um 4.700 og verkefnið verður unnið í samvinnu við byggingarfulltrúann í Reykjavík og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Skoðunaraðili skal kanna hvort séruppdrættir sem lagðir verða fram af hönnuðum séu í samræmi við lög um mannvirki og byggingarreglugerð sbr. skoðunarlista og verklag sem tilgreint er í stoðritum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin á skipulagsreit Hringbrautarverkefnisins og í henni verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans, jarðvinnu er lokið og fljótlega mun uppsteypa hússins hefjast í samræmi við áætlanir og heimildir.