Öryggi í öndvegi í útveggjaklæðningu meðferðakjarnans
Útveggjaklæðning meðferðakjarnans er lang-stærsta verkefni framleiðandans Staticus en í ítarlegri grein um framleiðsluna og framkvæmdina kemur fram hversu miklar öryggiskröfur voru gerðar til verksins. Bæði er tekið tillit til þess hvernig veggirnir standist jarðskjálfta og líka mikið veðurálag. Í því skyni voru gerðar tilraunir þar sem líkt var eftir aðstæðum sem upp gætu komið.
Klæðningin er alls um 30.000 fermetrar og skiptist í mismunandi einingar en auk öryggiskrafna þá er líka lögð áhersla á birtu, loftræsingu, hljóðeinangrun og þrif. Fimm framleiðslulínur eru í gangi vegna verksins og á verkstað eru sérfræðingar á vegum Staticus að störfum og vinna í teymum við uppsetninguna og geta komið fyrir allt að þrettán einingum á dag.
Sjá grein Staticus hérna: