Ráðherra skipar starfshóp um rekstur sjúkrahótels

28. desember 2015

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um rekstur og þjónustu nýs sjúkrahótels sem rísa á við Landspítala við Hringbraut.

Starfshópurinn skal skilgreina kjarnaverkefni nýs sjúkrahótels með áherslu á aukna þjónustu við sjúklinga. Leita á fyrirmynda frá rekstri sjúkrahótela m.a. á Norðurlöndunum þar sem löng reynsla er af þannig rekstri.

Starfshópnum er jafnframt ætlað að skoða þætti sem snúa að gjaldtöku, greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga, kröfur til þjónustu og leiðir til að ná fram sem mestum samlegðaráhrifum. Einnig á hann að skoða og bera saman ávinning af ólíkum rekstrarformum og hvernig þau falla að þeim markmiðum sem að er stefnt með rekstri sjúkrahótelsins.

Hópurinn á að skila greinargerð fyrir 1. apríl 2016.

Formaður starfshópsins er Þorkell Sigurlaugsson.

Hér má sjá frétt á vb.is um málið