Ráðherrar í heimsókn á framkvæmdasvæðið

9. september 2022

Þann 8. september heimsóttu heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, starfsstöðvar og framkvæmdasvæðið hjá Nýjum Landspítala við Hringbraut. Kynnti stjórn félagsins, ásamt framkvæmdastjóra, stöðu nýbyggingaverkefnisins við Hringbraut og á Grensás, en auk þess var farið yfir málefni eldri bygginga Landspítalans. Kynninguna sóttu, auk ráðherranna, ráðuneytisstjórar og sérfræðingar úr ráðuneytunum tveimur. Að kynningu og umræðu lokinni fóru ráðherrarnir um byggingasvæðið þar sem myndin var tekin.