Sagan skráð af framkvæmdunum

27. apríl 2022

Um þessar mundir eru liðin tvö ár frá því reglulegar myndatökur hófust af gangi mála við byggingaframkvæmdirnar og á þeim tíma hafa um 20.000 ljósmyndir safnast í sarpinn frá vélinni sem þetta sýnishorn birtir. Þannig er bæði hægt að sjá gang mála frá degi til dags en líka verður mögulegt að gera “timelapse” myndasyrpu og horfa þannig á mannvirkið mikilfenglega spretta upp úr sverðinum.