Fréttir


Samningsundirritun vegna göngubrúar milli meðferðarkjarna og Barnaspítala

30. ágúst 2024

Þann 29.ágúst var skrifað undir samning NLSH við Eykt um byggingu göngubrúar sem mun liggja frá meðferðarkjarna að Barnaspítala.

Verkefni þetta nær til smíði, uppsetningar og fullnaðarfrágangs á ytra og innra byrði göngubrúar.

Samninginn undirrituðu fyrir f.h. NLSH Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar.