Samningsundirskrift vegna hönnunar á nýrri legudeildarbyggingu við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk)
Þann 27.6 undirritaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, samning NLSH vegna hönnunar á nýrri legudeildarbyggingu við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk).
Hönnunarhópurinn samanstendur af Verkís hf, TBL arkitektum, JCA Ltd. og Brekke & Strand.
Nýbyggingin á að rúma fyrir legudeildir skurð- og lyflækningadeilda og dag-, göngu- og legudeild fyrir geðdeild við núverandi húsnæði SAk.
Gert er ráð fyrir að um 10.000 m2 nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar og tengd eldra húsnæði.
Gert er ráð fyrir að verklegar framkvæmdir hefjist með jarðvinnu árið 2025 og að húsnæðið verði tekið í notkun í árslok 2028.
Á mynd frá vinstri: Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, Ivon Stefán Cilia, arkitekt og framkvæmdastjóri TBL, Hrafnhildur Ólafsdóttir, arkitekt og framkvæmdastjóri JCA, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Eiríkur Steinn Búason, verkefnastjori hjá Verkís og Jóhannes Bjarnason, formaður Hollvina SAk. Hildigunnur og Jóhannes voru vottar að undirskriftum samningsins.
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson