Fréttir


Samningsundirskrift vegna verkeftirlits sunnan Burknagötu

19. júní 2024

Þann 18.júní var skrifað undir samning NLSH við EFLU vegna verkeftirlits sunnan Burknagötu, við rannsóknahús, bílastæða og tæknihús, hús Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og tengiganga milli bygginga.

Samninginn undirrituðu fyrir f.h. NLSH Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri og Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri bygginga hjá EFLU.

Á mynd frá vinstri: Aðalsteinn Jónsson, innkaupastjóri NLSH, Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri EFLU, Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH og Kristinn Jakobsson, verkefnastjóri NLSH.