Samningur um heilbrigðistengda þekkingarstarfsemi í Vatnsmýrinni

4. janúar 2018

Undirritaður hefur verið samningur milli Reykjavíkurborgar og Vísindagarða Háskóla Íslands um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut þar sem nýr Landspítali mun rísa. Lóðirnar, sem eru nátengdar Landspítalanum, verða nýttar fyrir uppbyggingu heilbrigðistengdrar þekkingarstarfsemi.

„Vatnsmýrarsvæðið er lykilsvæði til að nýta þau sóknarfæri sem leiða að þvi að hafa tvo öfluga háskóla og háskólasjúkrahús í návígi við hvern annan og öfluga og eftirsótta miðborg innan seilingar. Þróun randbyggðarinnar við nýjan Landspítala er spennandi þáttur í að nýta þau“, segir Dagur B.Eggertsson borgarstjóri í viðtali við Morgunblaðið.

Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu verði lokið árið 2025 og að nýtt sjúkrahús verði tekið í notkun árið 2023.

 

Frétt um samninginn má nálgast hér