Samningur undirritaður um ræstingaþjónustu í nýju mötuneyti

8. mars 2021

Þann 4. mars var undirritaður samningur milli NLSH og AÞ þrifa um ræstingu og umsjón með nýstandsettu mötuneyti á framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala.

Samninginn undirrituðu f.h. NLSH ohf., Ingi Jóhannes Erlingsson sviðsstjóri fjármálasviðs og Arnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri AÞ þrifa.

Á mynd; Arnar Þorsteinsson frá AÞ þrif og Ingi Jóhannes Erlingsson frá NLSH.