Samræming á hönnunarvinnu nýs spítala

24. október 2017

Í Hringbrautarverkefninu er m.a. unnið að samræmingarhönnun milli hönnunarhópa.


Nýlega var sameiginlegur vinnufundur með Corpus hópnum og Spital hópnum.


Spital hópurinn varð hlutskarpastur í samkeppni um áfangaskipt heildarskipulag og forhönnun fyrir fyrsta áfanga Hringbrautarverkefnisins.


Í SPITAL teyminu eru ASK arkitektar, Bjarni Snæbjörnsson arkitekt, Kanon arkitektar, Medplan, Teiknistofan Tröð, Landark, Efla verkfræðistofa, Lagnatækni og Norconsult.


Corpus hópurinn vinnur að fullnaðarhönnun á nýjum meðferðarkjarna sem verður tekinn í notkun 2023. Í Corpus teyminu eru Hornsteinar arkitektar, Basalt arkitektar, LOTA verkfræðistofa,

VSÓ Ráðgjöf, TRIVIUM ráðgjöf, NIRAS, De Jong Gortmaker Algra, Buro Happold engineering, Reinertsen og Asplan Viak.