Öflugur hópur af skurðlækningasviði LSH
Þann 5.desember kom síðari hópurinn af stjórnendum á skurðlækningasviði Landspítala í heimsókn.
Eins og áður sá fulltrúi Landspítala, Kolbrún Gísladóttir verkefnastjóri, um kynningu fyrir starfsmennina . Að því loknu var gengið um framkvæmdasvæðið í fylgd Ásdísar Malmquist Ingþórsdóttur verkefnastjóra og Jóhanns G. Gunnarssonar staðarverkfræðings NLSH.