Skilvirk rötun um nýjan Landspítala

9. mars 2022

Í dag var haldin vinnustofa á vegum NLSH þar sem unnið er að þvi að rötun (e.wayfinding) um nýjan spítala verði bæði skilvirk og auðveld.

Fulltrúar frá danska ráðgjafafyrirtækinu Triagonal koma að þessu verkefni með NLSH og fulltrúa frá LSH.

Rötun snýst um að sjúklingar, gestir og gangandi, geti komist leiðar sinnar með einföldum hætti en oft getur verið afar tímafrekt að rata innan opinberra bygginga ef ekki hefur verið hugað vel að þessum þætti.

Rötun snýst ekki einungis um að koma upp upplýsingaskiltum heldur snýst það um að leiða viðkomandi á áfangastað eftir ákveðnu röklegu rötunarkerfi.