Sóttvarnarsjónarmið ofarlega við kaup NLSH á nýju sorp – og línflutningskerfi í nýjan spítala
„Meginmarkmið okkar er að skapa nútímalegt sjúkrahús sem þjónar ekki aðeins sjúklingum, starfsfólki og gestum nútímans á áhrifaríkan hátt, heldur einnig þeim sem munu nota spítalann í mörg ár í framtíðinni,“ segir Ingólfur Þórisson sviðsstjóri þróunar í viðtali á heimasíðu sænska fyrirtækisins Envac.
NLSH hefur gert samning við sænska fyrirtækið um kaup á sorp- og línflutningskerfi fyrir nýjan spítala. Um er að ræða tvö kerfi, annað fyrir lín og hitt fyrir sorp. Kerfi frá Envac eru uppsett í mörgum löndum og víða á sjúkrahúsum.
Magnus Sjöstrand hjá Envac segir að miðað við áhrif heimsfaraldursins hafi ávinningurinn af sorphirðu með þeirri tækni sem þeir bjóði upp aldrei verið skýrari.
Flutningur úrgangs með loftstreymi í lokuðu og tryggðu lagnakerfi er aðferð sem takmarkar verulega smitsjúkdóma. Það er líka hagnýt stefna til að losa um pláss þar sem NLSH mun nú geta notað meira af því rými sem fyrir er til að veita nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, segir Magnus.
Stefnt er að því að uppsetning á þessum kerfum hefjist á árinu 2023
Envac hefur einstaka reynslu af því að setja upp tæknina í sjúkrahúsumhverfi og þeirra reynsla og þekking um allan heim er mikilvæg, segir Ingólfur Þórisson.