Staða framkvæmdanna í október 2021

20. október 2021

Eins og sjá má á mynd með frétt hefur miklu verið hrundið í verk við byggingu meðferðarkjarnans. 

Uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna gengur vel og mikil vinna er að baki og nú er farið að móta fyrir veggjum neðri kjallarans.

Á svæðinu eru fimm byggingakranar og neðst á myndinni má sjá að jarðvegsvinna við nýtt rannsóknahús er hafin.