Starfsmenn framkvæmdasviðs NLSH, kynning á stafrænni tækni til notkunar á framkvæmdatíma

20. nóvember 2020

Starfsmenn framkvæmdasviðs NLSH eru að skoða hvernig nýta megi sem best stafræna tækni við framkvæmdir félagsins.

Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur NLSH " þessi stafræna tækni sem við erum að kynna okkur gengur út á það að skoða á verkstað stafræn BIM líkön af viðkomandi mannvirkjum áður en þau eru byggð.

Um er að ræða svokallaðan viðbættan veruleika (e. Aumented Reality), þar sem tækið er með innbyggt GPS staðsetningarkerfi sem leggur stafræna BIM líkanið ofan á umhverfið.

Þannig er hægt að staðsetja einstaka mannvirkjahluta sem og mannvirkið í heild og sjá hvernig það kemur til með að líta út áður en það er byggt," segir Eysteinn.